Síðasti nashyrningurinn er allur

Nashyrningurinn Sudan, sem var síðasta karldýrið af sinni tegund, er allur. Sudan var af annarri af tveimur undirtegundum hvíta nashyrningsins. Hann var 45 ára. 

Fréttir bárust af alvarlegum veikindum hans fyrir nokkrum vikum. Vegna fá­gætis síns var hann vaktaður af vopnuðum vörðum all­an sól­ar­hring­inn í dýrafriðland­i í Ken­ía. 

Su­dan hélt til í friðlandi Ol Pejeta í Kenía frá ár­inu 2009 ásamt tveim­ur kven­dýr­um, þeim Fatu og Naj­in. Þær eru síðustu kven­dýr­in af þess­ari nas­hyrn­ings­teg­und sem fyr­ir­finn­ast í heim­in­um.

Fimm teg­und­ir nas­hyrn­inga finn­ast í heim­in­um og þær eru all­ar í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu vegna veiða. Veiðiþjóf­ar ásæl­ast horn þeirra en þau eru seld fólk í Asíu og víðar sem trú­ir því í ein­feldni sinni að efni í þeim auki kyn­getu. Slíkt hef­ur ít­rekað verið afsannað. Efnið er það sama og finnst í fing­urnögl­um.

Aðeins er talið að um 30 þúsund nas­hyrn­ing­ar séu sam­an­lagt til í heim­in­um en áður er talið að millj­ón­ir þeirra hafi fund­ist á slétt­um Afr­íku og í Asíu.

Sár vegna aldurs

Von­ir höfðu staðið til þess að Su­dan og annað hvort kven­dýrið myndu falla hugi sam­an og geta af sér af­kvæmi. En slíkt varð því miður ekki að veru­leika.

Í fyrra fannst svo sár á ein­um fæti Su­dans sem talið er mega rekja til ald­urs hans. Dýra­lækn­um tókst að koma í veg fyr­ir frek­ari sýk­ingu í því. Heilsa hans batnaði til muna og var hann hress í janú­ar og allt fram í miðjan fe­brú­ar. En þá fannst annað sár og mun dýpra en það fyrra. Dýralæknar ákváðu því að aflífa hann til að lina þjáningar hans.

Þó að ekki hafi tek­ist að fjölga nas­hyrn­ing­um af teg­und Su­dans með nátt­úru­leg­um hætti eru  hafn­ar til­raun­ir með að fá staðgöngumóður af ann­arri und­ir­teg­und til verks­ins. 

Sudan var vaktaður allan sólarhringinn í friðlandinu í Kenía. Nú …
Sudan var vaktaður allan sólarhringinn í friðlandinu í Kenía. Nú er hann horfinn á vit feðra sinna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert