BMW sakað um útblásturssvindl

Forsvarsmenn fyrirtækisins segir að ekki hafi vísvitandi verið reynt að …
Forsvarsmenn fyrirtækisins segir að ekki hafi vísvitandi verið reynt að blekkja neytendur. AFP

Saksóknarnar í Þýskalandi hafa gert húsleit hjá bílaframleiðandanum BMW vegna rannsóknar á meintum svikum við birtingu gagna um útblástur yfir 11 þúsund bíla. Er talið að átt hafi verið við niðurstöður mengunarprófa og þær látnar sýna minni mengun en raunverulega var af bílunum.

Í yfirlýsingu yfirvalda vegna húsleitarinnar segir að rannsóknin beinist m.a. að ákveðnum starfsmönnum eða yfirmönnum fyrirtækisins. Húsleitin var gerð í München í Þýskalandi sem og í Austurríki.

„Það er grunur uppi um að BMW noti búnað sem kviknar á við mengunarpróf eftirlitsaðila,“ hefur AFP-fréttastofan eftir yfirvöldum.

Búnaðurinn er svipaður þeim og bílaframleiðandinn Volkswagen varð uppvís að hafa notað í um 11 milljónum bíla sinna. Sá búnaður fjarlægði tímabundið ákveðin eiturefni úr útblæstri bílanna.

Saksóknararnir segja að nú verði að fara yfir þau gögn sem aflað var í húsleitunum. 

Í yfirlýsingu sem BMW sendi frá sér í kjölfar húsleitarinnar í gær þar sem fram kom að tölvuforrit hafi verið notað á rangan hátt. Ekki hafi viljandi verið að reyna að hafa áhrif á mengunarpróf.

mbl.is