Japanskir smokkaframleiðendur í sókn

Japanskir smokkaframleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar fyrir Ólympíuleikana í Tokyo í Japan árið 2020. Þar hyggjast þeir markaðssetja enn betur þynnsta smokk heims sem er 0,01 millieter á þykkt. 

Á síðustu árum hefur ókeypis smokkum verið dreift í ólympíuþorpinu í Ólympíuleikunum til að stuðla að öruggu og ábyrgu kynlífi fremstu íþróttamanna heims. Á nýafstöðnum  vetrarólympíuleikum í Suður-Kóreu var til að mynda 110.000 smokkum dreift frítt en aldrei áður hefur jafnmörgum smokkum verið dreift á leikunum.    

Hins vegar hefur ólympíunefndin fyrir leikana eftir tvö ár hvorki tekið ákvörðun um hversu mörgum smokkum verður dreift né frá hvaða fyrirtæki eða fyrirtækjum.  

Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto hóf þegar að undirbúa nýjustu afurð sína þegar það lá fyrir að Ólympíuleikarnir yrðu haldnir Japan. Fyrirtækið hefur sterka stöðu á Asíumarkaði en er þriðji stærsti smokkaframleiðandi í heimi á eftir Durex og Trojan sem trónir á toppnum.  

Japanir bjóða þynnstu smokkana

„Það eru eingöngu japönsk fyrirtæki sem framleiða þynnstu smokkana sem eru 0,01 til 0,02 millimetrar,“ segir Hiroshi Yamashita talsmaður fyrirtækisins Sagami Rubber sem er sá fjórði stærsti  í heimi. Hann sagði jafnframt að þetta væri kjörið tækifæri til að sýna heiminum að japönsk fyrirtæki væru leiðandi í tækniframförum. 

Smokkar hafa lengi verið helsta getnaðarvörnin þar í landi eða fram til ársins 1999 þegar pillan kom fyrst á markað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert