Sprengjumaðurinn fallinn

Lögreglan í Texas fór í stóra aðgerð í morgun og ...
Lögreglan í Texas fór í stóra aðgerð í morgun og var hinn meinti árásarmaður felldur í henni. AFP

Maður sem grunaður er um að tengjast fjölda mannskæðra sprengja í Austin í Texas féll í mikilli lögregluaðgerð vegna málsins í dag. 

Í frétt CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að hinn grunaði hafi fallið eftir að hafa sprengt sig í loft upp á þjóðvegi í einu hverfi borgarinnar. 

Alríkislögreglan fer með rannsókn málsins.

Fjórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Austen síðustu daga. Sprengjurnar voru sendar í pósti og sprungu er sendingarnar voru opnaðar.

Áður en lögregluaðgerðin hófst hafði lögreglan í Texas birt myndir af manni sem hún vildi fá nánari upplýsingar um. Myndirnar voru úr öryggismyndavél. Á þeim mátti sjá ljóshærðan mann koma með pakka inn á pósthús.

Frétt BBC.

mbl.is