Lögfræðingur Trumps í Rússamáli hættur

Donald Trump og Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, á síðasta ári.
Donald Trump og Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, á síðasta ári. AFP

John Dowd, helsti lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar sérstakrar nefndar á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu forsetans árið 2016, hefur sagt af sér.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu, að því er kom fram í frétt BBC.

Dowd er sagður hafa verið ósáttur við hve Trump sniðgekk í auknum mæli ráðleggingar hans.

Sumir fjölmiðlar segja að Trump hafi misst trúna á getu Dowd til að takast á við Robert Mueller, sérstakan saksóknara í rannsókninni á meintum afskiptum Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert