Lögga í Skripal-máli útskrifuð

Nick Bailey.
Nick Bailey. AFP

Breski lögreglumaðurinn Nick Bailey sem var fyrstur á vettvang eftir að taugagas var notað í árásinni á rússneska njósnarann fyrrverandi Sergei Skripal, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Skripal og dóttir hans Yulia, sem ráðist var á í byrjun mars í ensku borginni Salisbury eru enn alvarlega veik, en ástand þeirra er stöðugt.

Bailey sagðist í yfirlýsingu þakka kærlega fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið, bæði í formi korta og skilaboða. 

„Stuðningurinn hefur verið ótrúlegur og ég hef reynt að svara eins og ég hef getað en ég vil taka fram að ég er mjög þakklátur fyrir hver einustu skilaboð,“ sagði hann.

Blóðprufur sendar til OPCW

Enskur dómari úrskurðaði í dag að senda megi blóðprufur af Skripal og dóttur hans til OPCW, sem er stofnun um bann við efnavopnum.

Bretar vonast til að stofnunin geti sannreynt niðurstöður þeirra um að taugagasið hafi verið búið til af aðilum frá Sovétríkjunum fyrrverandi og að gasið hafi verið í eigu Rússa.

Rússar hafa neitað allri aðild að árásinni.

Sergei Skripal og dóttir hans Yulia.
Sergei Skripal og dóttir hans Yulia.
mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...