„Slátrarinn frá Bosníu“ áfrýjar

Ratko Mladic var sakfelldur fyrir þjóðarmorð.
Ratko Mladic var sakfelldur fyrir þjóðarmorð. AFP

Fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, áfrýjaði í dag lífstíðardómi stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hann fer fram á að hann verði sýknaður af öllum ákærum.

Lögmaður Mladic bað dómstólinn í Haag um að hinir „röngu dómar“ yrðu gerðir ógildir eða þeim hnekkt.

Mladic, sem stundum er kallaður slátrarinn frá Bosníu, var í nóvember á síðasta ári sak­felld­ur af stríðsglæpa­dóm­stóln­um í Haag fyr­ir þjóðarmorð í stríðunum sem geisuðu á Balk­anskag­an­um í lok 20. ald­ar.

Ákær­an á hend­ur hon­um var í ell­efu liðum. Þar á meðal fyr­ir glæpi gegn mann­kyn­inu. Hann var sak­felld­ur fyr­ir fjölda­morð á rúm­lega sjö þúsund múslim­um í Bosn­íu, karl­mönn­um og drengj­um, í borg­inni Srebr­enica árið 1995 og umsátrið um borg­ina Saraj­evo þar sem yfir 10 þúsund manns létu lífið.

mbl.is