Trump skiptir um þjóðaröryggisráðgjafa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að skipta út hershöfðingjanum H.R. McMa­ster fyrir John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Mbl.is greindi frá því í vikunni að Trump hefði ákveðið að reka McMaster en ætlaði sér að taka sér tíma í að fram­kvæma ákvörðun­ina.

Talsmaður innrásarinnar í Írak

Bolt er mikils metinn hjá harðlínumönnum repúblikana í Bandaríkjunum og sérstakur álitsgjafi hjá sjónvarpsstöðinni Fox News.

Hann hefur áður starfað fyrir þrjá fyrrverandi forseta Bandaríkjanna; Ronald Reagan og Bush-feðga. Hann var einn helsti talsmaður hinnar umdeildu innrásar í Írak árið 2003 og hefur talað fyrir hernaðaraðgerðum gegn Íran og Norður-Kóreu.

Bolt er þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump á 14 mánuðum.

Trump hefur skipt H.R. McMaster út fyrir John Bolton í …
Trump hefur skipt H.R. McMaster út fyrir John Bolton í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. AFP

Trump og MacMaster hafði ekki komið vel saman en McMa­ster sagði í síðasta mánuði að óum­deil­an­legt væri að Rúss­ar hefðu reynt að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um 2016. Í nóv­em­ber var full­yrt að þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­inn hefði kallað Trump „fá­bjána“ og „fífl“ í einka­sam­kvæmi í júlí.

Sem fyrr greindi Trump frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hann tilkynnti að Bolt hæfi störf 4. apríl. Þá þakkaði hann McMaster fyrir framúrskarandi vel unnin störf og sagði hann ávallt vin sinn. 

 Fréttin var uppfærð kl. 23:57 með upplýsingum um John Bolton.

Margir hafa fengið að fjúka hjá Trump.
Margir hafa fengið að fjúka hjá Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert