Segja dúkkuhúsið ekki vændishús

Kynlífsdúkka í íbúðinni í París. Kúnnarnir kaupa aðgang að henni.
Kynlífsdúkka í íbúðinni í París. Kúnnarnir kaupa aðgang að henni. AFP

Borgarráð Parísar hefur hafnað tillögu fulltrúa Kommúnistaflokksins um að húsi þar sem karlmenn geta greitt fyrir að eyða klukkustund með kynlífsdúkku verði rannsakað og mögulega lokað. Segja andstæðingar starfseminnar að viðskiptin séu niðurlægjandi fyrir konur og telja að um vændishús sé að ræða. 

Ólöglegt er að reka vændishús í París en borgarráðið komst að því að Xdolls væri ekki vændishús. Áður en sú ákvörðun var tilkynnt var lögreglan send á vettvang til að skoða málið. Var það niðurstaða hennar að þar væri engin lög verið að brjóta.

Borgarráðsfulltrúar Kommúnistaflokksins segjast harma niðurstöðu borgarráðsins. Segja þeir dúkkur sem mjög líkjast manneskjum notaðar í starfseminni og að þarna væri verið að koma vændishúsum aftur inn í borgarlandslagið.

Xdolls hefur verið starfrækt í íbúð í París frá ársbyrjun. Staðsetning hennar er leynileg. Forsvarsmenn Xdolls segjast reka „leikjamiðstöð“.

Viðskiptavinirnir eru fyrst og fremst karlmenn er þó segja forsvarsmennirnir að pör karla og kvenna komi einstaka sinnum þangað. Í íbúðinni eru þrjú herbergi og inni í þeim má finna kynlífsdúkkur úr sílikoni sem eru 1,45 metrar á hæð.

Kúnnarnir bóka tíma á netinu og fá þá uppgefið hver staðsetning íbúðarinnar er. Klukkustund með dúkkunni kostar um 11 þúsund krónur.

Frétt BBC.

Kynlífsdúkka í herbergi íbúðar Xdolls.
Kynlífsdúkka í herbergi íbúðar Xdolls. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert