Sextán særðust í árásinni í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Sextán manns særðust, þar af tveir alvarlega, auk þess sem þrír létust af völdum byssumanns í suðvesturhluta Frakklands í dag.

Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Emmanuels Macron, forseta Frakklands.

Hann bætti við að lögreglumaðurinn, sem hafi tekið stað konu sem hafði verið tekin sem gísl, sé að berjast fyrir lífi sínu.

Macron sagði manninn vera sannkallaða hetju.

„Þjóð okkar hefur orðið fyrir hryðjuverkaárás,“ sagði Macron.

Ríki íslams hefur lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér.

Sextán særðust í árásinni og þrír létust.
Sextán særðust í árásinni og þrír létust. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert