Átök í Katalóníu í kjölfar dóms Hæstaréttar

Frá mótmælunum sem fóru fram í Barcelona í gærkvöldi.
Frá mótmælunum sem fóru fram í Barcelona í gærkvöldi. AFP

Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í Katalóníu eftri að hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að rétta ætti í máli 25 leiðtoga Katalóna sem eru sakaðir um uppreisn, fjársvik og fyrir að framfylgja ekki skipunum ríkisins. 

Verði mennirnir fundnir sekir geta þeir átt hátt í 30 ára fangelsi yfir höfði sér, að því er fram kemur á vef BBC.

Mikið fjölmenni kom saman.
Mikið fjölmenni kom saman. AFP

Rúmlega 20 særðust í átökunum en lögreglan beitti kylfum til að halda mótmælendum frá opinberum byggingum í Barcelona í gærkvöldi. Mótmæli fóru einnig fram víðar í Katalóníu. 

Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að leiðtogarnir eigi að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður í málum þeirra sem tengist þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæða Katalóníu sem fór fram í október þrátt fyrir bann.

Jordi Turull er einn þeirra sem er í haldi en hann er á meðal þeirra sem hafa boðið sig fram til að verða forseti héraðsins í kosningu sem á að fara fram á katalónska þinginu í dag. 

Mótmælendur veifuðu fána Katalóníu.
Mótmælendur veifuðu fána Katalóníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert