Trump skrifaði undir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í nótt 1,3 billjóna dala fjárlagafrumvarp sem ætlað er að reka bandaríska stjórnkefið næstu sex mánuði.

Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að staðfesta það ekki vegna óánægju en svo fór að forsetinn undirritaði löggjöfina. Hann hét því hins vegar að samþykkja svona frumvarp aldrei aftur.

Trump var m.a. ósáttur við að ekki væri sett nægilega mikið fjármagn til að reisa vegg við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. 

Bandaríkjaþing lagði blessun sína yfir frumvarpið í gær til að að koma í veg fyrir að stjórnkerfið myndi lamast, sem hefði þá verið í þriðja sinn á þessu ári. 

Margir félagar forsetans úr röðum repúblikana gagnrýndu frumvarpið harðlega. Einn lét hafa eftir sé að það væri skelfilegt. 

Trump varð að staðfesta lögin með undirskrift sinni fyrir miðnætti að bandarískum tíma, þ.e. á austurströnd Bandaríkjanna. Með því tryggði hann rekstur kerfisins til 30. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert