Þýska lögreglan handtók Puigdemont

Þýska lögreglan hefur handtekið Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta heimastjórnarinnar í Katalóníu, við dönsku landamærin.

Talsmaður flokks hans greindi frá þessu.  

Puigdemont var handtekinn eftir að hann fór yfir landamærin með bíl frá Danmörku.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi verið handtekinn vegna handtökuskipunar sem var gefin út í Evrópu.

„Hann er núna í varðhaldi lögreglunnar,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Þetta gerðist þegar hann fór yfir dönsku/þýsku landamærin. Hann fékk góða meðhöndlun og lögfræðingar hans eru hjá honum.“

Puig­demont hef­ur verið í sjálf­skipaðri út­legð í Belg­íu frá því í októ­ber í fyrra, skömmu eft­ir at­kvæðagreiðslu Katalóníu­búa um sjálf­stæði fylk­is­ins, sem spænsk yf­ir­völd segja ólög­lega.

Carles Puigdemont í október í fyrra.
Carles Puigdemont í október í fyrra. AFP
Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert