Lokað á internettengingu Assange

Julian Assange skoðar umhverfið út um glugga sendiráðs Ekvador í …
Julian Assange skoðar umhverfið út um glugga sendiráðs Ekvador í London. AFP

Sendiráð Ekvador í London hefur lokað fyrir internettengingu Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu í rúmlega fimm ár til þess að forðast handtöku. BBC greinir frá.

Stjórnvöld í Ekvador segja að ákvörðun hafi verið tekin um að loka á nettengingu Assange til þess að koma í veg fyrir að hann hefði afskipti af málum annarra landa.

Lokað var á tengingu Assange í kjölfar þess að hann lýsti efasemdum sínum um það að Rússar séu ábyrgir fyrir taugagasárásinni á fyrrum rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans.

Upphaflega dvaldi Assange í sendiráði Ekvador til að koma í veg fyrir að verða fluttur til Svíþjóðar í yfirheyrslu vegna kynferðisafbrotamáls. Svíar hafa hætt rannsókn sinni á málinu en Assange telur að yfirgefi hann sendiráðið verði hann fluttur til Bandaríkjanna til að svara fyrir starfsemi WikiLeaks.

Hér að neðan má lesa eitt af tístum Assange þar sem hann lýsir efasemdum sínum um ákvörðun Breta og annarra landa um að senda rússneska erindreka úr landi.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert