Hrósaði hermönnum eftir mannskæð átök

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hrósaði í dag hermönnum landsins fyrir að hafa „gætt landamæra ríkisins“, en í gær skutu hermenn ríkisins 16 Palestínumenn til bana eftir umfangsmikil mótmæli við landa­mærag­irðing­ar ísra­elskra stjórn­valda á svæðinu.

Í yfirlýsingu frá Netanyahu sagði hann hermennina hafa staðið sig vel og að Ísrael myndi bregðast við af staðfestu til að verja fullveldi sitt og öryggi íbúa landsins.

Tugir þúsunda Palestínumanna tóku þátt í mótmælunum og særðust hundruð til viðbótar við þá sé létu lífið. Um er að ræða mann­skæðustu átök sem orðið hafa á Gaza frá ár­inu 2014.

Ísra­els­her gerði árás­ir á þrjár bækistöðvar Ham­as-sam­tak­anna á Gaza-strönd­inni með skot­um úr skriðdrek­um og úr lofti. Sagði her­inn um að ræða andsvar við árás­ar­tilraun á her­menn við landa­mær­in.

Fyrr í dag var greint frá því að Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, vildi að framkvæmd yrði óháð og gegnsæ  rannsókn á því mannfalli sem varð. Ekki náðist hins vegar samstaða um sameiginlega yfirlýsingu aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundi í dag vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert