Tók elsta hundinn að sér

Fyrri eigendur Shey fluttu og vildu ekki taka hann með …
Fyrri eigendur Shey fluttu og vildu ekki taka hann með sér.

Starfsmenn í dýraathvarfi í Iowa voru ekki bjartsýnir á að einhver myndi vilja taka að sér hinn fjórtán ára gamla Shey. Hann kom í athvarfið í haust eftir að eigendurnir ákváðu að flytja en vildu ekki taka hann með sér á nýja staðinn. 

Shey er hálfblindur, heyrnarlaus og nú tannlaus eftir aðgerð sem hann þurfti að undirgangast eftir að hann kom í athvarfið.

En bjargvætturinn kom úr óvæntri átt. Hinn ungi Tristan hefði getað valið hvolp eða ungan hund eins og flestir gera en hann ákvað strax og hann hitti Shey að taka hann með sér heim.

Tristan ásamt hinum aldna Shey.
Tristan ásamt hinum aldna Shey.

Tristan og móður hans langaði að fá sér lítinn hund sem gott væri að knúsa. Starfsmenn dýraathvarfsins kynntu þau þá fyrir Shey. „Shey er svo yndislegur og vill stöðugt vera í kringum fólk,“ segir starfsmaður athvarfsins í samtali við dýravefinn The Dodo. Og um leið og Tristan fékk Shey í fangið var ekki aftur snúið. Hann vissi að hinn aldraði hundur yrði hans það sem eftir væri.

Starfsmenn athvarfsins sögðu Tristan að Shey væri gamall og þyrfti sérstaka ummönnun. Það breytti engu: Hann vildi eignast hann. Hann skrifaði samviskusamlega hjá sér hvenær þyrfti að fara með hann næst til dýralæknis. 

Nú er Shey kominn með framtíðarheimili og kann hvergi eins vel við sig og í fanginu á Tristan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert