Fólk á flótta drukknaði

Enn reyna margir að flýja yfir Miðjarðarhafið og til Evrópu.
Enn reyna margir að flýja yfir Miðjarðarhafið og til Evrópu. AFP

Að  minnsta kosti fjórir flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar í dag. Báturinn sem þeir voru á er enn ófundinn og óttast er að fleiri séu látnir. 

Líkin fundust í sjónum í Gíbraltarsundi milli Marokkó og Spánar. Einn fannst á lífi og sagði hann að tólf hefðu verið um borð í bátnum sem fór frá Tangiers í Marokkó snemma í morgun, að því er talsmaður spænsku strandgæslunnar segir í samtali við AFP-fréttastofuna.

Enn er straumur flóttafólks frá Afríku og yfir til Evrópu. Fólkið kemur frá ríkjum Afríku sem og víðar að og er m.a. að flýja átök eða hungur vegna þurrka og uppskerubrests. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert