Ríki íslams felldi nítján

Sýrlenskur hermaður.
Sýrlenskur hermaður. AFP

Vígamenn Ríkis íslams hafa drepið að minnsta kosti nítján hermenn úr sveitum Sýrlandsstjórnar í árásum sem þeir hafa gert í austurhluta landsins. 

Eftirlits- og mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja árásirnar hafa staðið undanfarin sólarhring í nágrenni bæjarins Albu Kamal skammt frá landamærunum að Írak.

Vígamenn Ríkis íslams voru að mestu hraktir frá svæðinu árið 2014 en eru þó enn fyrirferðarmiklir á litlum svæðum á þessum slóðum. 

Þeir voru lengi með Albu Kamal á sínu valdi en í lok síðasta árs tókst að hrekja þá þaðan með stuðningi rússneskra hersveita. 

Enn búa hryðjuverkasamtökin yfir vopnum og mannafla til að gera skyndiárásir og í síðasta mánuði gerðu þau m.a. árásir í Damaskus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert