Segir af sér vegna eldsvoðans

64 létust þegar eldur kom upp í versl­un­ar- og afþrey­ing­ar­miðstöð …
64 létust þegar eldur kom upp í versl­un­ar- og afþrey­ing­ar­miðstöð í borg­inni Kemerovo í Rússlandi fyrir viku síðan. AFP

Borgarstjóri Kemerovo í Rússlandi hefur sagt af sér embætti vegna viðbragða hans við eldsvoðanum í verslunarmiðstöð í borginni fyrir viku síðan sem varð 64 að bana í vikunni. Flestir hinna látnu voru börn.

BBC greinir frá því að Aman Tuleyev, borgarstjóri Kemerovo, telji að það hafi verið rétt ákvörðun að stíga til hliðar í kjölfar harmleiksins sem eldsvoðinn var og afleiðinga hans. Tilkynning um uppsögn hans birtist á vefsíðu borgarstjórnar Kemerovo. 

Tuleyev hefur verið borgarstjóri í Kemerovo í rúmlega tuttugu ár en var harðlega gagnrýndur fyrir að fara ekki á slysstað fyrr en nokkrum dögum eftir að eldsvoðinn átti sér stað. Þá var hann einnig gagnrýndur fyrir að heimsækja ekki fjölskyldur þeirra sem létust í eldsvoðanum.

Þúsund­ir komu sam­an í Kemerovo í vikunni til að mót­mæla aðgerðal­eysi rúss­neskra stjórn­valda vegna elds­voðans sem hefur vakinn mikinn óhug í landinu og víðar. Valdimír Pútín, for­seti Rúss­lands, heimsótti borgina á þriðjudag og seg­ir hann or­sök elds­voðans mega rekja til „glæp­sam­legr­ar van­rækslu“. Hann sá ekki ástæðu til að víkja Tuleyev úr starfi.

Frétt mbl.is: Krefjast afsagnar Pútíns

Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd hefur verið skipuð vegna elds­voðans og seg­ir yf­ir­maður nefnd­ar­inn­ar að al­var­leg brot á bruna­varn­a­regl­um hafi átt sér stað og að brun­inn sé rann­sakaður sem glæp­ur.

Flestir þeirra sem létust í eldsvoðanum voru börn.
Flestir þeirra sem létust í eldsvoðanum voru börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert