Segir gagnrýni Erdogans minna á aprílgabb

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrales, gefur lítið fyrir gagnrýni Tyrklandsforseta á …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrales, gefur lítið fyrir gagnrýni Tyrklandsforseta á árásir Ísraelshers á Gaza-strönd­inni á föstudag. AFP

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els svaraði í dag gagnrýni Recep Erdogans, forseta Tyrklands, vegna árásar Ísraelshers á þrjár bækistöðvar Ham­as-sam­tak­anna á Gaza-strönd­inni á föstudag. 16 létust í átökunum og yfir 1.400 særðust.

Erdogan sagði árásina vera ómannúðlega. „Siðsamasti her í heimi tekur ekki mark á siðferðismálum frá þeim sem varpa sprengjum á óbreytta borgara af handahófi,“ skrifar Netanyahu á Twitter. Hann fordæmir árásir Tyrkja á Kúrda og segir gagnrýni forsetans minna á aprílgabb.

Stjórnvöld í Ísrael hafa neitað að fallast á kröfu alþjóðasamfélagsins um að framkvæmd verði óháð og gegnsæ rannsókn á því mannfalli sem varð í árásinni. 

Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, lagði til að óháð rann­sókn yrði framkvæmd á mann­fallinu. Ekki náðist samstaða um sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu aðild­ar­ríkja ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna á neyðar­fundi í gær vegna máls­ins þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu.

Stjórnarmenn ísraleska hersins segja að um sé að ræða andsvar við árás­ar­til­raun á her­menn við landa­mær­in. Netanyahu hrósaði í gær her­mönn­um lands­ins fyr­ir að hafa „gætt landa­mæra rík­is­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert