Tala látinna komin í sautján

Palestínumenn mótmæla á Gaza.
Palestínumenn mótmæla á Gaza. AFP

Palestínumaður lést af sárum sínum þremur dögum eftir að hafa verið skotinn af hersveitum Ísraels eftir að fjöldamótmæli leiddu til átaka á föstudaginn. Þar með hafa sautján látið lífið eftir að átökin brutust út.

Faris al-Raqib, 29 ára, var skotinn í magann austur af Khan Yunis á suðurhluta Gaza. Þar tóku tugir þúsunda fólks þátt einum fjölmennustu fjöldamótmælunum á svæðinu á undanförnum árum.

Raqib var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Islamic Jihad en hann var ekki vopnaður þegar hann var skotinn, að sögn samtakanna.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert