Börn féllu í loftárás

Sært barn eftir loftárásina í Hodeida.
Sært barn eftir loftárásina í Hodeida. AFP

Börn voru í hópi þeirra sem létust í loftárás í hafnarborginni Hodeida í Jemen í gær samkvæmt upplýsingum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin segir að sjaldan hafi fleiri börn farist í árás í landinu. 

„Margra barna er saknað og enn eru að finnast særð börn og látin í rústunum,“ segir í yfirlýsingu UNICEF. 

Stjórnarher Jemen segir að sextán hafi farist í árásinni sem gerð var á hús þar sem uppreisnarmenn húta höfðust við. Fréttum af mannfalli ber hins vegar ekki saman og eins eru þær misvísandi um hversu margir almennir borgarar létust. 

Sádi-Arabar hafa nú í þrjú ár tekið þátt í loftárásum í Jemen þar sem uppreisnarmenn húta, hóps frá norðurhluta landsins, berjast gegn stjórnarher forsetans. Komið hefur fram að Sádar hafi gert árásina í Hodeida og eru yfirmenn hers þeirra nú að rannsaka málið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert