Utanríkisráðherra N-Kóreu til Kína

Ri Yong-ho utanríkisráðherra Norður-Kóreu.
Ri Yong-ho utanríkisráðherra Norður-Kóreu. AFP

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-Ho, kom til Peking í Kína í morgun þar sem hann mun ræða við kínverskan kollega sinn. Einungis vika er síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fór í sögulega ferð til kínversku höfuðborgarinnar.

Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, tilkynnti um fundinn og greindi frá því að Ri myndi ræða við Wang Yi, kínverska utanríkisráðherrann.

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. AFP

Heimsókn Kims Jong-uns til Kína var fyrsta utanlandsferð leiðtogans frá því hann tók við sem leiðtogi Norður-Kóreu af föður sínum árið 2011.

Kín­verska Xin­hua-frétta­stof­an sagði að fundur Xis Jingpins, forseta Kína, og Kims hefði verið árangursríkur. Til stendur að Kim fundi með Moon Jae-in, for­seta Suður-Kór­eu, í apríl og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert