Zuckerberg ber vitni í næstu viku

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mun bera vitni fyrir framan bandaríska þingnefnd 11. apríl vegna meintrar misnotkunar Cambridge Analytica á persónulegum upplýsingum á Facebook.

Orku- og viðskiptanefnd Bandaríkjaþings tilkynnti þetta í dag.

CNN hafði áður greint frá því að Zuckerberg ætlaði að mæta í yfirheyrslu hjá Bandaríkjaþingi.

„Með þessari yfirheyrslu fæst mikilvægt tækifæri til að varpa ljósi á málefni sem tengjast notkun á persónulegum upplýsingum neytenda og til að hjálpa Bandaríkjamönnum við að skilja betur hvað verður um persónulegu upplýsingarnar þeirra á netinu,“ sagði Greg Walden, formaður nefndarinnar.

„Við erum þakklátir fyrir að herra Zuckerberg vilji bera vitni fyrir nefndinni og við hlökkum til að heyra á svör hans við spurningum okkar 11. apríl.“

Greg Walden, formaður nefndarinnar.
Greg Walden, formaður nefndarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert