Puigdemont hvetur til viðræðna

Puigdemont ræðir við blaðamenn eftir að hafa losnað úr haldi.
Puigdemont ræðir við blaðamenn eftir að hafa losnað úr haldi. AFP

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, hefur hvatt spænsk stjórnvöld til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn til að binda enda á deiluna sem hefur staðið yfir vegna misheppnaðra áforma um sjálfstæða Katalóníu.

Puigdemont greindi fjölmiðlum frá þessu þegar hann yfirgaf fangelsi í Þýskalandi eftir að hafa losnað þaðan út gegn tryggingu.

AFP

„Við höfum krafist viðræðna í þó nokkur ár og í staðinn höfum við verið beitt ofbeldi og kúgun,“ sagði Puigdemont.

„Spænsk stjórnvöld hafa enga afsökun fyrir því að hefja ekki pólitískar viðræður við stjórnmálaleiðtoga Katalóníu.“

Puigdemont hvatti einnig til þess að allir samstarfsmenn hans yrðu látnir lausir úr haldi spænskra stjórnvalda.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert