Rússar vilja fund með Johnson

Rússar binda vonir við að vel verði tekið í beiðni …
Rússar binda vonir við að vel verði tekið í beiðni þeirra um fund með Johnson. AFP

Rússneska sendiráðið í London óskað eftir fundi með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til að ræða morðtilræðið á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu, en þeim var byrlað taugaeitur af gerðinni novichok í byrjun mars. En eitrið er talið vera frá Rússum komið. Breska utanríkisráðuneytið staðfestir þetta við Guardian.

Í yfirlýsinu sem rússneska sendiráðið birtir á heimasíðu sinni segir að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið hafi verið „algjörlega óviðunandi“ frá því árásin var gerð.

„Við teljum að það sé tími til kominn að sendiherrann, Alexander Yakovenko, fundi með Boris Johnson og þeir ræði mikilvæg mál er varða báðar þjóðirnar, sem og rannsóknina á atvikinu í Salisbury,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni og er þar vísað til árásarinnar á Skripal-feðginin, sem fundust meðvitundarlaus fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury eftir að hafa verið byrlað eitrið.

Einnig kemur fram að Yakovenko hafi persónulega sent Johnson skilaboð. Þá séu bundar vonir við að vel verði tekið í beiðnina og að fundi verið komið á sem fyrst.

Skripal er ekki lengur talinn í lífshættu og er hann sagður á hröðum batavegi. Yulia dóttir hans er einnig á batavegi og er farin að geta tjáð sig.

Breska leyniþjón­ust­an tel­ur sig hafa staðfest að tauga­eitrið sem notað var til árás­ar­inn­ar á  fram­leitt í Shik­hany her­stöðinni í Rússalandi, en Rússar hafa neitað allri aðkomu að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert