Drápu háttsettan liðsmann Ríkis íslams

Afganskur hermaður við öllu búinn.
Afganskur hermaður við öllu búinn. AFP

Bandaríski herinn drap háttsettan liðsmann Ríkis íslams í loftárás í Afganistan.

Herinn staðfesti þetta og sagði manninn hafa stjórnað inngöngu erlendra bardagamanna í norðurhluta Afganistans. 

Qari Hikmatullah, einnig þekktur sem Hekmat, var drepinn ásamt lífverði sínum í héraðinu Faryab í norðurhluta Afgtanistans síðastliðinn fimmtudag. Árásin var gerð í hverfinu Bal Chiragh.

Hikmatullah fæddist í Úsbekistan. Hann var hluti af hersveitum talibana áður en hann gekk til liðs við Ríki íslams í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert