Mistök þegar síló féll til jarðar

Sílóið fellur til jarðar hjá menningarsetrinu.
Sílóið fellur til jarðar hjá menningarsetrinu. Mynd/Skjáskot úr myndbandi

Danskt menningarsetur skemmdist eftir að 53 metra hátt síló féll til jarðar á röngum stað þegar átti að jafna það við jörðu með sprengingu.

Atvikið átti sér stað í bænum Vordingborg á Sjálandi. Enginn slasaðist í óhappinu, að því er The Guardian greindi frá. 

Danska blaðið BT hafði það eftir þeim sem báru ábyrgð á sprengingunni að undirbúningurinn hafi gengið mjög vel fyrir sig og að allt hafi virst vera í lagi.

Rannsókn stendur yfir á því hvað olli mistökunum.

Bækur og fleira á bókasafni menningarsetursins var umlukið ryki eftir sprenginguna en litlar skemmdir urðu á innanstokksmunum.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert