Toback ekki ákærður

James Toback.
James Toback. AFP

Bandaríski leikstjórinn James Toback, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi á áreitni í garð um 40 kvenna, verður ekki ákærður í Los Angeles að sögn saksóknara.

Þetta er niðurstaða saksóknaraembættis borgarinnar eftir að hafa farið yfir gögn sem fimm konur lögðu fram í tengslum við meinta áreitni og ofbeldi frá árinu 1978 til ársins 2008. Ástæðan fyrir því að ekki er ákært er að málin eru í flestum tilvikum fyrnd.

Ein kvennanna lýsti því meðal annars hvernig leikstjórinn hafi nuddað sér á fótlegg hennar þangað til hann fékk fullnægingu árið 2008. En konan mætti síðan ekki í skýrslutöku hjá saksóknara þannig að ekki var hægt að ákæra fyrir það brot. Önnur kona sagði að Toback hafi fróað sér fjórum sinnum með þessum hætti á hóteli árið 1993. 

Allar konurnar lýstu yfir ótta sem greip um sig þegar þær voru einar með Toback en flestar hafa þær svipaða sögu að segja af leikstjóranum - hvernig hann fróaði sér á fótleggjum þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert