Gagnrýnir Brexit í listaverki

Innsetning Tracey Emin: I Want My Time With You á …
Innsetning Tracey Emin: I Want My Time With You á St Pancras-lestarstöðinni í London. AFP

Nýtt listaverk bresku listakonunnar Tracey Emin er beint að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Um er að ræða 20 metra langt ljósaskilti sem á stendur: I Want My Time With You. 

Verkið er neonskilti sem blasir við komufarþegum sem koma með lestum erlendis frá á St Pancras-lestarstöðinni í London. 

Emin, sem er einn þekkasti samtímalistamaður Bretlands, segir að þetta séu hennar skilaboð til annarra Evrópubúa: „Ég vil vera með ykkur.“

„Ég er mjög sorgmædd yfir því að Bretland verði lækkað í tign og verði lítil eyja á floti í Norðursjó,“ segir Emin.

Emin segist ekki vera á móti fólki sem greiddi atkvæði með Brexit. Það sem hún hafi áhyggjur af er að það fólk átti sig ekki á því hverju það greiddi atkvæði með.

Innsetningin mun hanga uppi á St Pancras til ársloka.

I Want My Time With You
I Want My Time With You AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert