Laug til um krabbamein

Hanna Dickenson.
Hanna Dickenson. Af Facebook

Áströlsk kona sem laug því að  hún glímdi við krabbamein áður en hún sveik háar fjárhæðir út úr fjölskylduvinum var í dag dæmd í þriggja mánaða fangelsi.

Hanna Dickenson, sem er 24 ára gömul, þáði 42 þúsund Ástralíudali, rúmar þrjár milljónir króna, af vinum forelda sinna eftir að hafa logið að foreldum sínum að hún þyrfti á læknismeðferð erlendis að halda vegna krabbameins.

Foreldrar hennar fengu fjárframlög frá vinum sínum til þess að kosta ferðina fyrir ungu konuna en við réttarhöldin kom fram að Dickenson hefði eytt nánast öllu fénu í ferðalög og skemmtanalíf.

Í frétt BBC kemur fram að dómarinn hafi sagt svik hennar fyrirlitleg en Dickenson játaði sök við dómstól í Melbourne.

Fram kom við réttarhöldin að ein manneskja hefði lagt fram 10 þúsund Ástralíudali eftir að hafa sjálf verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir krabbameinsmeðferð.

Einn þeirra sem gaf Dickenson pening fylltist grunsemdum þegar hann sá myndir af Dickenson á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert