Þjörmuðu að Zuckerberg

Spurningaflóðið jókst og nefndarmenn trufluðu Mark Zuckerberg, forstjóra og stofnanda Facebook, ítrekað í svörum sínum þegar hann kom öðru sinni fyrir þingnefnd á Bandaríkjaþingi í dag. 

Tæplega 100 embættismenn hafa spurt Zuckerberg ýmissa spurninga síðustu tvo daga og tóku vitnaleiðslurnar alls tíu klukkustundir. 

Zucker­berg baðst í gær af­sök­un­ar á því hvernig Face­book hef­ur tekið á vax­andi reiði eft­ir að ljóst var að fyr­ir­tækið lak upp­lýs­ing­um um millj­ón­ir not­enda til breska fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica, sem starfaði fyr­ir kosn­inga­skrif­stofu Don­ald Trump. Zucker­berg lofaði breyt­ing­um en upp­lýs­ing­um um 87 millj­ón­ir Face­book-not­end­a var deilt með Cambridge Ana­lytica. 

Zuckerberg sjálfur í gögnunum

Embættismenn úr orku- og viðskiptamáladeild fulltrúardeildar þingsins báru meðal annars upp spurningar fyrir Zuckerberg í dag og spurði Anna Eshoo, þingmaður demókrata í Kaliforníu, hvort upplýsingum um hann sjálfan hefði verið lekið til Cambridge Analytica. Svar hans var einfalt. Já. 

Spurningar dagsins beindust aðallega að öryggisstillingum notenda og hvort regluvæða ætti samfélagsmiðla líkt og Facebook. 

Nefndarmenn spurðu Zuckerberg einnig af hverju þeir ættu að treysta honum. Mike Doyle, þingmaður demókrata, sagði að um augljósan trúnaðarbrest væri að ræða. 

Þá sagði Jennifer Grygiel, prófessor við Syracuse-háskólann í New York, að vitnaleiðslurnar mörkuðu ákveðin þáttaskil. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að þarfri reglugerð,“ sagði Grygiel. 

Mark Zuckerberg svaraði spurningum tæplega 100 embættismanna í samtals 10 ...
Mark Zuckerberg svaraði spurningum tæplega 100 embættismanna í samtals 10 klukkustundir síðustu tvo daga. AFP
mbl.is
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...