Sætta sig ekki við niðurstöðu OPCW

Stjórnvöld í Moskvu munu ekki una niðurstöðu rannsóknar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW þess efnis að tauga­eitrið sem notað var á Skrípal-feðgin­in í byrj­un mars komi upprunalega frá Rússlandi.

Rússar segja að fyrst verði rússneskir sérfræðingar að fá að rannsaka blóðsýnin sem sérfræðingar OPCW rannsökuðu.

„Rússland mun ekki taka mark á neinni niðurstöðu í tengslum við Skripal-málið fyrr en sérfræðingar okkar fá að rannsaka málin sjálfir,“ sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins.

Maria Zakharova.
Maria Zakharova. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert