Von á tilkynningu frá efnavopnastofnuninni

AFP

Efnavopnastofnunin OPCW mun klukkan 11 birta yfirlýsingu um niðurstöðu rannsókna á sýnum sem tek­in voru í tengsl­um við rann­sókn breskra yf­ir­valda á tauga­eitr­inu sem beitt var gegn Skrípal-feðgin­un­um í bæn­um Sal­isbury á Englandi í byrj­un mars. 

Sérfræðingar OPCW hafa að beiðni breskra yfirvalda unnið sjálfstæða rannsókn á eitrinu sem var notað gegn Sergej Skrípal og Júlíu dóttur hans 4. mars. 

Breska lögreglan segir að taugaeitur hafi verið notað til að reyna að ráða þau af dögum en feðginin eru bæði á batavegi. Júlía var útskrifuð af sjúkrahúsi fyrr í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert