Rússar njósnuðu um Skripal í 5 ár

Sergei Skripal sést hér við réttarhöld í Moskvu árið 2006.
Sergei Skripal sést hér við réttarhöld í Moskvu árið 2006. AFP

Rússneska leynisþjónustan njósnaði um Sergei Skripal og dóttur hans, Yuliu, í að minnsta kosti fimm ár áður en var eitrað fyrir þeim með taugaeitri í mars síðastliðnum, samkvæmt þjóðaröryggisráðgjafa Breska forsætisráðherrans.

Mark Sedwill tilkynnti í bréfi til framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, að leyniþjónusta rússneska hersins hafi meðal annars fylgst með tölvupósthólfi Yuliu frá árinu 2013, samkvæmt Reuters. Sedwill sagði einnig í bréfinu að það væri mjög líklegt að leyniþjónusta Rússlands líti svo á að réttmæt sé að taka ákveðna liðhlaupa af lífi.

Rússnesk yfirvöld gera verulegar athugasemdir niðurstöðu rannsóknar alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar, OPCW, um að taugaeitrið sem notað var komi frá Rússlandi.

Sendiherra Rússlands í London, Alexander Yakovenko, sagði í dag að það líti út fyrir að bresk yfirvöld séu markvisst að eyðileggja sönnunargögn og halda leyndum þeim sem eftir eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina