Ekkert mannfall, segja Rússar

Frá borginni Damaskus í Sýrlandi í nótt.
Frá borginni Damaskus í Sýrlandi í nótt. AFP

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fullyrt er að ekkert mannfall hafi orðið í árásum Breta, Bandaríkjamanna og Frakka á borgirnar Damaskus og Homs í Sýrlandi í nótt. 

Á blaðamannafundi í Moskvu í morgun sagði Sergei Rudskoi, hershöfðingi í rússneska hernum, að engar spurnir hefðu borist af mannskaða, hvorki á almennum borgurum né liðsmönnum Sýrlandshers. Það væri „einstakri hæfni“ hermanna Sýrlandshers að þakka, en þeir hefðu verið þjálfaðir af rússneskum sérfræðingum.

103 loftskeytum skotið

Á fundinum var sagt að 103 loftskeytum hefði verið skotið í árásunum, þar á meðal Tomahawk-skeytum, en eldflaugavarnakerfi Sýrlandshers, sem er af gerðinni S-200 og er hannað og smíðað af Rússum, hefði tekist að hindra för 71 skeytis. 

Í ljósi þess þyrftu Rússar að endurmeta hvort þeir létu Sýrlandsher fá næstu kynslóð kerfisins, S-300, og það gildi um önnur lönd sem hafa keypt slíkan búnað af Rússum. 

Sjálfir nota Rússar S-300 og nýjustu útgáfu kerfisins, S-400 við að verja herstöðvar sínar í Sýrlandi.

mbl.is
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...