Djukanovic með meirihluta atkvæða

Milo Djukanovic ávarpar stuðningsmenn sína í kvöld.
Milo Djukanovic ávarpar stuðningsmenn sína í kvöld. AFP

Milo Djukanovic, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur hlotið tæplega 54% atkvæða þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða í forsetakosningum í landinu hafa verið taldir. Í kosningabaráttu sinni lagði hann áherslu á að Svartfjallaland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu.

„Sigur fyrir evrópska framtíð Svartfjallalands,“ sagði Djukanovic í kvöld, en hann hefur talað um að framtíð landsins sé best borgið innan Evrópusambandsins þrátt fyrir að stuðningur við Rússa sé talsverður hjá landsmönnum.

Ekki þarf aðra umferð fái Djukanovic meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni. Samkvæmt greiningarstofnuninni CEMI fékk helsti andstæðingur Djukanovic, Mladen Bojanic, 34,1% atkvæða.

Djukanovic hefur verið þungavigtarmaður í stjórnmálum undanfarin 25 ár í Svartfjallalandi og í Júgóslavíu áður en landið fékk sjálfstæði. Hann lét af stöðu forsætisráðherra fyrir tveimur árum, en tilkynnti um endurkomu sína í síðasta mánuði.

mbl.is
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...