Djukanovic með meirihluta atkvæða

Milo Djukanovic ávarpar stuðningsmenn sína í kvöld.
Milo Djukanovic ávarpar stuðningsmenn sína í kvöld. AFP

Milo Djukanovic, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur hlotið tæplega 54% atkvæða þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða í forsetakosningum í landinu hafa verið taldir. Í kosningabaráttu sinni lagði hann áherslu á að Svartfjallaland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu.

„Sigur fyrir evrópska framtíð Svartfjallalands,“ sagði Djukanovic í kvöld, en hann hefur talað um að framtíð landsins sé best borgið innan Evrópusambandsins þrátt fyrir að stuðningur við Rússa sé talsverður hjá landsmönnum.

Ekki þarf aðra umferð fái Djukanovic meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni. Samkvæmt greiningarstofnuninni CEMI fékk helsti andstæðingur Djukanovic, Mladen Bojanic, 34,1% atkvæða.

Djukanovic hefur verið þungavigtarmaður í stjórnmálum undanfarin 25 ár í Svartfjallalandi og í Júgóslavíu áður en landið fékk sjálfstæði. Hann lét af stöðu forsætisráðherra fyrir tveimur árum, en tilkynnti um endurkomu sína í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert