Óttast frekari harmleik

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að mannlegur harmleikur sé yfirvofandi í Idlib-héraði í Sýrlandi en óttast er að þar muni hersveitir stjórnvalda, með stuðningi Rússa, láta til skarar skríða.

Idlib-hérað er enn undir stjórn uppreisnarmanna og í viðtali við vikuritið Le Journal du Dimanche segir Drian að þar séu um tvær milljónir manna. Þar á meðal eru hundruð þúsunda Sýrlendinga sem hafa verið fluttir á brott frá bæjum sem stjórnarherinn hefur náð úr höndum uppreisnarmanna. Hann óttast að von sé á nýjum mannlegum hryllingi í Sýrlandi ekki ósvipuðum þeim sem íbúar Aleppo og Austur-Ghouta þurftu meðal annars að þola. Idlib-hérað er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna felldi í gær álykt­un­ar­til­lögu Rússa um að ráðið for­dæmdi flug­skeyta­árás­irn­ar, sem gerðar voru á efna­verk­smiðjur og rann­sókn­ar­stof­ur í Sýr­landi aðfaranótt laugardags af hálfu Bandaríkjanna, Frakka og Breta. Árásirnar voru gerðar í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Douma í Austur-Ghouta fyrir viku. Bæði bandarísk og frönsk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir því að stjórnvöld í Sýrlandi hafi staðið á bak við árásina og að sarín og klórgasi hafi verið beitt á almenna borgara. Sýrlensk yfirvöld með stuðningi Rússa og Írana neita því að Sýrlandsher hafi staðið á bak við árásina, það er ef nokkur árás var gerð en Rússar segja að engin slík árás hafi verið gerð á almenna borgara.

Háttsettur íranskur embættismaður sagði í Damascus í síðustu viku að hann vonaðist til þess að Idlib væri næsta hérað sem yrði „frelsað“ af forseta Sýrlands, Bashar al-Assad.

Le Drian segist vonast til þess að árásirnar í gær sannfæri Rússa um nauðsyn þess að setjast að samningaborðinu og að binda endi á stríðið sem hefur staðið yfir í rúm sjö ár.

Hann segist vonast til þess að Rússar skilji að ríkin verði að sameina krafta sína til að koma á pólitískum umbótum í Sýrlandi svo hægt verði að binda endi á stríðið.

Frakkar séu reiðubúnir til þess að taka þátt í því starfi og í raun sé Bashar al-Assad sá eini sem standi í veginum fyrir því að hægt verði að koma á friði í Sýrlandi.

Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, segir að loftárásirnar í gær hafi verið gerðar til þess að segja að nú væri nóg komið. Ekki væri um afskipti að öðru leyti að ræða né heldur væri verið að krefjast breytingar á yfirstjórn landsins. En vonandi komi þetta í veg fyrir frekari villimannslegar efnavopnaárásir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Verkefnislýsing fyrir tillögu að bre...
Skipulag kynningarfundur
Tilkynningar
Kynningarfundur um skipulagsmál Akran...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...