Hætta við umdeilda „tiltekt“

Sina Weibo.
Sina Weibo. AFP

Kínverski samfélagsmiðillinn Sina Weibo hefur dregið í land með bann sem tengist umræðu um samkynhneigð og samkynhneigða. Á föstudaginn sögðu stjórnendur Weibo að umræður sem tengdust samkynhneigð yrðu fjarlægðar.

Weibo dró í land eftir að netverjar mótmæltu fyrirhugaðri breytingu harðlega. Weibo er oft lýst sem „Twitter í Kína“ og er einn vinsælasti samfélagsmiðill landsins.

Weibo greindi frá því á föstudag að ætlunin væri að „taka til“ á miðlinum. Í tilkynningu sem send var út kom fram að myndir, myndskeið, texti og teiknimyndir sem tengdust klámi, ofbeldi og samkynhneigð yrðu fjarlægð af Weibo.

Við sama tækifæri greindi Weibo frá því að það hefði þegar fjarlægt meira en 50 þúsund pósta. Fyrirtækið sagðist vera að fylgja lögum sem sett voru í Kína í fyrra en ekki var útskýrt hvers vegna það var gert akkúrat á þessum tímapunkti.

Netverjar mótmæltu undir hinum ýmsum myllumerkjum um helgina, til að mynda #IAmGay og #ScumbagSinaHelloIAmGay. Einhverjir létu reyna á bannið með því að setja inn mynd af sér með maka af sama kyni.

Fjöldi fólks mótmælti og varð það til þess að Weibo réð ekki við að ritskoða allt efni sem tengdist samkynhneigð sem kom inn á samfélagsmiðilinn. Snemma í morgun greindi Weibo síðan frá því að „tiltektin“ næði ekki til efnis sem tengdist samkynhneigð.

Frétt BBC.

mbl.is
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...