Neyðarfundur um efnavopnaárásina

Höfuðstöðvar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag.
Höfuðstöðvar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag. AFP

Rússneskir, breskir og franskir sendiherrar gagnvart Hollandi eru meðal þeirra sem komnir eru til neyðarfundar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag. Fundurinn er haldinn vegna efnavopnaárásarinnar í Douma í Sýrlandi. 

Fundurinn hófst klukkan 8 að íslenskum tíma. Hann situr 41 fulltrúi. Til fundarins var boðað af formanni stjórnar stofnunarinnar, Mohammed Belal, og á honum verður rædd „meint notkun efnavopna í Sýrlandi“.

Sendinefnd á vegum stofnunarinnar er komin til Sýrlands og mun rannsaka ummerki um árásina á vettvangi. Talið er að um fjörutíu manns hafi fallið í árásinni.

mbl.is
Sumardekk Sub.Legacy 205/55,R16 tilSölu
Fjögur góð sumardekk á 8 þús.kr,alls.205/55,R16 (91V).Uppl.síma 845-9904.Keypt o...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...