Neyðarfundur um efnavopnaárásina

Höfuðstöðvar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag.
Höfuðstöðvar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag. AFP

Rússneskir, breskir og franskir sendiherrar gagnvart Hollandi eru meðal þeirra sem komnir eru til neyðarfundar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag. Fundurinn er haldinn vegna efnavopnaárásarinnar í Douma í Sýrlandi. 

Fundurinn hófst klukkan 8 að íslenskum tíma. Hann situr 41 fulltrúi. Til fundarins var boðað af formanni stjórnar stofnunarinnar, Mohammed Belal, og á honum verður rædd „meint notkun efnavopna í Sýrlandi“.

Sendinefnd á vegum stofnunarinnar er komin til Sýrlands og mun rannsaka ummerki um árásina á vettvangi. Talið er að um fjörutíu manns hafi fallið í árásinni.

mbl.is
Armbönd
...
Tvær 2 herb íbúðir til sölu / Verð 21.900.000
Tvær 2 herb íbúðir til sölu / Verð 21.900.000 Uppl síma 8483256...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...