Barbara Bush látin

Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin, 92 ára að aldri.

Barbara er eina konan sem hefur upplifað að eiga eiginmann og son sem forseta Bandaríkjanna en hún var eig­in­kona Geor­ge H.W. Bush og móðir Geor­ge W. Bush, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­set­ans fyrr­ver­andi er Barböru lýst sem ótrauðum málsvara fyrir læsi. Sem for­setafrú beindi hún kröft­um sín­um að því að efla læsi og lest­ur.

Heilsu hennar fór hrak­andi og ákvað hún að þiggja ekki frek­ari lækn­is­meðferð um helgina, en hún hefur ítrekað þurft að leggjast inn á spítala vegna veikinda sinna.  

Frétt mbl.is: Heilsu Barböru Bush hrakar

Barbara Bush var for­setafrú Banda­ríkj­anna frá ár­inu 1989 til 1993 og var hún þekkt fyr­ir hisp­urs­leysi og hnyttni í máli sínu.

Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna.
Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert