Bólusettu fimm milljón börn gegn lömunarveiki

Ungu barni eru hér gefnir bólusetningadropar gegn lömunarveiki. Mynd úr ...
Ungu barni eru hér gefnir bólusetningadropar gegn lömunarveiki. Mynd úr safni. AFP

Rúmlega fimm milljón börn í Níger voru bólusett gegn lömunarveiki  í síðasta mánuði. Segir í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum um málið að bólusetningarfjöldinn hafi farið fram úr áætlun. Aukninguna megi hins vegar rekja til þess að átakið var einnig látið ná til barna í flóttamannabúðum, sem flúið höfðu uppreisnarsveitir Boko Haram í nágrannríkinu Nígeríu.

Alls voru 5.317.453 börn undir fimm ára aldri bólusett gegn lömunarveiki, að því er fram kemur í yfirlýsingu OCHA, Sam­ræm­ing­ar­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna í mannúðar­mál­um. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir bólusetningu 4,5 milljón barna.

Þá voru tæplega 42.000 börn í flóttamannabúðum  á landamærum Nígeríu, Níger, Chad og Kamerún, einnig bólusett.

Lömunarveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem getur leitt til varanlegrar lömunar og sem leggst hvað verst á ung börn. Engin lækning er við lömunarveiki og eina vörnin gegn sjúkdóminum felst í bólusetningu.

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hrinti af stað herferð gegn lömunarveiki í Afríku fyrir 20 árum síðan. Á þeim tíma greindist lömunarveiki reglulega í ríkjum álfunar og rúmlega 75.000 börn lömuðust árlega af völdum veikinnar samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...