Draga fréttir af loftárás til baka

Mikil orrusta stóð um borgina Homs árið 2016.
Mikil orrusta stóð um borgina Homs árið 2016. AFP

Sýrlenska ríkissjónvarpið segir að komið hafi í ljós að engin loftárás hafi verið gerð í Homs í nótt líkt og fram kom fram í fréttum þeirra í morgun. Talið er nú að bilun hafi orðið til þess að loftvarnarkerfi hersins brást við eins og um árás var að ræða. Í morgun kom fram í fréttum þeirra að flugskeyti hefðu verið skotin niður yfir Homs. Í fréttinni var sagt að um ögrun hefði verið að ræða en ekki var tiltekið hvaða ríki hefði átt að standa að baki henni.

Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna var beðinn um viðbrögð og sagði hann að hvorki þeir né þeirra bandamenn hefðu verið þar á ferð. 

Heyra mátti háværar sprengingar nærri Shayrat-herstöðinni suðaustur af borginni Homs í nótt. Þá heyrðust sambærilegar sprengingar í nágrenni Damaskus þar sem tvær aðrar herstöðvar er að finna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert