Eitrið var í vökvaformi

Rannsókn er lokið og nú hefst upphreinsistarf í Salisbury.
Rannsókn er lokið og nú hefst upphreinsistarf í Salisbury. AFP

Taugaeitrið sem beitt var gegn Sergei og Júlíu Skripal var í vökvaformi. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar Bretlands. Telur stofnunin að eitrinu hafi verið byrlað á heimili Skripal í bænum Salisbury og að aðeins lítið magn eitursins novichok hafi þurft til.

Stofnunin hefur nú hafið mikla upphreinsun í bænum Salisbury en ákveðin svæði hafa verið girt af eftir árásina sem gerð varð þann 4. mars. Þá fundust feðginin meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð. Þau höfðu áður farið á veitingastað og bar og hafa þeir staðir m.a. verið lokaðir síðan af öryggisástæðum.

Níu staðir, þar sem grunur um að eitrið væri að finna, voru rannsakaðir. Að þeim beinist nú upphreinsistarfið. Meðal svæða sem voru innsigluð á meðan rannsókn fór fram voru leiði eiginkonu Skripals og sonar hans í kirkjugarðinum í Salisbury

Eitrið fannst m.a. á hurðahúnum á heimili Skipals, að því er fram kemur í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um  málið. Áður hafði grunur leikið á því að efnið hefði verið leitt inn í bíl feðginanna í gegnum miðstöðina.

Um 190 sérfræðingar úr hernum munu taka þátt í upphreinsistarfinu og er talið að það muni taka marga mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...