Þrettán ára fann fjársjóð frá 10. öld

Hálsfestar og smámynt var meðal þess sem fannst.
Hálsfestar og smámynt var meðal þess sem fannst.

Þrettán ára drengur, ásamt áhugamanni um fornleifar, varð að liði við að finna einstakan fjársjóð sem talinn er tengjast hinum goðsagnakennda danska konungi Haraldi blátönn sem var uppi á tíundu öld. Fjársjóðurinn, sem samanstendur af smápeningum og skartgripum, fannst á þýsku eyjunni Rügen. Smápeningarnir eru 500-600 talsins og er talið að um 100 þeirra séu frá þeim tíma sem Haraldur ríkti.

Smápeningarnir eru úr silfri og á þeim er kross en Haraldur var sá sem kynnti þegna sína fyrir kristni.

Þetta er í fyrsta sinn sem smámynt frá tíma Haraldar finnst utan Danmerkur. 

Í frétt The Local um málið segir að áhugamaður um fornleifar, René Schön, og hinn þrettán ára gamli Luca Malaschnitschenko hafi í janúar notað málmleitartæki í leit að fjársjóði í Rügen. Ekki gátu þeir gert sér í hugarlund að fundur þeirra á nokkrum smápeningum myndi hrinda af stað umfangsmikilli fornleifarannsókn á svæðinu og að í henni fyndist einstakur fjársjóður.

Frétt CNN um málið

Fréttatilkynning um fornleifarannsóknina

mbl.is
Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og f...