Tvö andlit verið grædd á Hamon

Jerome Hamon er fyrsti maðurinn í heiminum til að undirgangast ...
Jerome Hamon er fyrsti maðurinn í heiminum til að undirgangast andlitságræðslu tvívegis. Myndin er tekin nú í apríl. AFP

Fyrsti maðurinn í heiminum sem tvisvar sinnum hefur gengist undir andlitságræðslu ber sig vel þremur mánuðum eftir aðgerðina. Jérôme Hamon hefur nú tvívegis fengið grætt á sig andlit en í fyrra skiptið þurfti að fjarlægja það nokkru síðar í kjölfar þess að hann fékk kvef og þurfti að taka sýklalyf.

Í frétt BBC um málið segir að Hamon hafi því legið á sjúkrahúsi í París í tvo mánuði án andlits á meðan annars gjafa var leitað. „Ég tók fyrta andlitinu þegar í stað. Það sama gerist núna,“ segir hann við BBC.

Hamon er 43 ára. Hann er með erfðasjúkdóm sem veldur því að andlit hans hefur afmyndast vegna æxla. 

Læknar vinna að ágræðslu andlitsins.
Læknar vinna að ágræðslu andlitsins. AFP

Hann undirgekkst fyrri aðgerðina árið 2010 og tókst hún mjög vel til. En árið 2015 þurfti hann að taka sýklalyf vegna kvefs. Sýklalyfin unnu gegn ónæmisbælandi meðferðinni sem hann var í vegna nýja andlitsins og árið 2016 hafnaði líkami hans andlitinu og í nóvember í fyrra var ákveðið að fjarlægja það.

Í tvo mánuði var Hamon því án andlits. Hann gat hvorki talað, séð eða heyrt þar til í janúar er nýr andlitsgjafi fannst og önnur ágræðsla var gerð.

Hamon hefur verið kallaður maður þriggja andlita í frönskum fjölmiðlum. Hann er bjartsýnn á að ná góðum bata en nokkuð er enn í land. „Ég er 43 ára en gjafinn var 22 ára. Svo ég er 22 ára aftur,“ segir hann.

Franski læknirinn Laurent Lantieri stjórnaði aðgerðinni á Hamon.
Franski læknirinn Laurent Lantieri stjórnaði aðgerðinni á Hamon. AFP
mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...