Ungur maður stunginn til bana

Lögreglan að störfum í London.
Lögreglan að störfum í London. AFP

Átján ára piltur var stunginn til bana í London í gær. Árásin átti sér stað í Forest Gate í austurhluta borgarinnar. Talað hefur verið um að faraldur stunguárása og annarra ofbeldisverka geisi í borginni en í gær létust tveir í slíkum árásum.  

Yfir fimmtíu morð hafa verið framin í London það sem af er ári. Morðin þar eru nú orðin fleiri en á sama tímabili í New York en borgirnar tvær, sem eru álíka fjölmennar, eru oft bornar saman í þessu samhengi. Sky-sjónvarpsstöðin segir að fórnarlömbin í London séu orðin 56 í ár. 

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar í gærkvöldi.

Frétt Sky.

mbl.is
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...