Diaz-Canel verður arftaki Castro

Raul Castro (til hægri) ásamt Miguel Diaz Canel.
Raul Castro (til hægri) ásamt Miguel Diaz Canel. AFP

Miguel Diaz-Canel verður eini frambjóðandinn í komandi forsetakjöri á Kúbu.

Reiknað er með því að kúbverska þingið staðfesti þetta á morgun.  

Diaz-Canel, sem er núverandi varaforseti landsins, tekur því við af Raúl Castro en hann tók við embættinu af bróður sínum Fidel árið 2006.

Þar með er ljóst að sex áratuga langri forsetatíð Castro-bræðra er að ljúka á Kúbu.

Diaz-Canel er 57 ára gamall embættismaður úr Kommúnistaflokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert