Skoða 220 þotuhreyfla

Southwest Airlines þotan á flugvellinum í Philadelphia.
Southwest Airlines þotan á flugvellinum í Philadelphia. AFP

Flugmálastjórn Bandaríkjanna, FAA, hefur tilkynnt að skipun verður gefin út þess efnis að 220 þotuhreyflar verði skoðaðir samkvæmt Reuters. Tilkyninngin er til komin vegna sprengingar sem varð í hreyfli Boeing 737-700 flugvélar Southwest Airlines sem leiddi til dauða eins farþega í gær.

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum telja að sprenginguna megi rekja til brotins viftublaðs í hreyfli vélarinnar. Skipun FAA mun því einnig fara fram á að viftublöð allra CFM56-7B hreyfla veri skoðuð eftir ákveðin fjölda flugtaka.

CFM56-7B hreyfillinn á flugi 1380 með Southwest Airlines sprakk í sundur 20 mínútur eftir flugtak frá LaGuardia flugvellinum og voru 149 farþegar um borð. Við sprenginguna köstuðust brot úr hreyflinum í flugvélina sem brutu glugga, við það minnkaði þrýstingur í farþegarýminu sem leiddi til dauða Jennifer Riordan. Aðrir farþegar sluppu með minniháttarmeiðsl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert