Vill Evrópuher sem geti gert loftárásir

Guy Verhofstadt.
Guy Verhofstadt. AFP

Fulltrúi Evrópuþingsins gagnvart viðræðum Evrópusambandsins við Bretland um útgöngu landsins úr sambandinu, Guy Verhofstadt, vill að stofnaður verði Evrópuher sem hafi getu til þess að framkvæma loftárásir hliðstæðar við þær sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu á valin skotmörk í Sýrlandi á dögunum.

Verhofstadt, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og leiðtogi þingflokks frjálslyndra á Evrópuþinginu, lýsti þessu sjónarmiði sínu í umræðum í þinginu um framtíð Evrópusambandsins í vikunni í kjölfar ræðu sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, flutti þar. Sagði hann loftárásirnar á Sýrlandi fyllilega réttlætanlegar.

Sagði hann málið sýna veikleika Evrópusambandsins. „Frakkland og Bretland skjóta eldflaugum. Ekki Evrópusambandið í heild. Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar segir að ríki sambandsins hafi tekið skref í áttina að nánara samstarfi á sviði varnarmála en ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um Evrópuher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert